Erfitt að gefa nákvæmar tölur um matvælahækkun 31. mars 2008 16:19 Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, telur erfitt að kasta fram ákveðnum prósentutölum um hækkun innfluttra matvæla, of margir þættir spili inn í hækkanirnar. „Það hlýtur auðvitað eitthvað að þurfa undan að láta þegar helsta viðskiptamynt okkar hækkar um 35% á árinu. Þetta á auðvitað sérstaklega við um matvöruna sem er viðkvæmust fyrir gengissveiflum og þær fara mjög hratt út í verðlagið og svo bætast við vörugjöld og tollar sem hækka verðið til neytenda. Auðvitað er þetta misjafnt eftir vörutegundum og misjafnt hvað menn gera en kaupmenn eru alls ekki á þeim buxunum að fara að skella þessu út í verðlagið, það dregur bara úr neyslu og verslun og það vill enginn," sagði Skúli. „Það verða náttúrulega allir að leggjast á eitt og reyna að ná þessu einhvern veginn niður. Við erum síður en svo að hvetja til þess að menn hækki sínar vörur en það er bara ekkert svigrúm fyrir marga, menn eru að keyra hlutina á mjög lágri álagningu svo þetta hefur strax mjög mikil áhrif inn í verðlagið," sagði hann enn fremur og bætti því við að inngrip stjórnvalda væri löngu tímabært en Félag íslenskra stórkaupmanna sendi stjórnvöldum áskorun 28. mars sem lesa má í heild sinni á heimasíðu félagsins. „Það segir sig alveg sjálft að tollar og vörugjöld eru innbyggð í hagkerfið og ríkið fitnar eins og púkinn á fjósbitanum við þessar hækkanir. Það þýðir ekkert að tala í suður og gera svo eitthvað í norður, orð og athafnir verða að fara saman. Það er fullt hægt að gera og ég bendi bara á að álagning ríkisins á alla skapaða hluti hefur ekkert lækkað en álagning einkaaðila hefur klárlega lækkað. Það þýðir ekkert að tala eins og kaupmenn séu einhverjir óprúttnir aðilar, ég er alveg klár á því að obbinn af öllum kaupmönnum hefur bara miklar áhyggjur af þessu ástandi," sagði Skúli að lokum. Fráleitt að heildarhækkun sé 20 - 30% Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tók í sama streng: „Mér finnst þessar tölur háar og allt of háar miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Innfluttar vörur eru u.þ.b. 30% af innkaupum í matvöru, megnið af þeim er innlent, landbúnaðarvörur 45% og önnur innlend framleiðsluvara eru 25%. Menn hafa verið að vitna mikið í gengið og vitaskuld hefur það áhrif líka, ekki bara á bein innkaup á vörum heldur líka á hráefni eins og t.d. fóður hjá bændum eins og fram hefur komið í fréttum. Þetta stuðlar allt að hækkunum en ég held að það sé alveg fráleitt að heildarhækkun á matvöru sé 20 - 30% þótt hugsanlegt sé að innflutt matvæli hækki sem því nemur," sagði Sigurður. Hann var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvort stjórnvöld gætu aðhafst til að ráða bót á efnahagsástandinu. „Vissulega. Við höfum að því er fyrirtæki varðar bent á að draga megi úr flutningskostnaði með því að draga úr álögum á eldsneyti. Til að lækka verð á vörum til almennings mætti lækka verndartolla á innfluttar landbúnaðarvörur og vörugjöldin sem fyrirheit hafa verið gefin um að endurskoða. Þá væri ekki óeðlilegt að endurskoða virðisaukaskatt á lyfseðilsskyld lyf, hann er t.d. enginn í Svíþjóð. Lyf eru ekki ódýr hér og þarna væri hægt að koma til móts við fólk, sérstaklega þá sem verst eru settir og þá á ég við aldraða og öryrkja. Ég held að þeir sem hafa það betra myndu alveg sætta sig við að komið yrði til móts við þessa hópa," sagði Sigurður. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, telur erfitt að kasta fram ákveðnum prósentutölum um hækkun innfluttra matvæla, of margir þættir spili inn í hækkanirnar. „Það hlýtur auðvitað eitthvað að þurfa undan að láta þegar helsta viðskiptamynt okkar hækkar um 35% á árinu. Þetta á auðvitað sérstaklega við um matvöruna sem er viðkvæmust fyrir gengissveiflum og þær fara mjög hratt út í verðlagið og svo bætast við vörugjöld og tollar sem hækka verðið til neytenda. Auðvitað er þetta misjafnt eftir vörutegundum og misjafnt hvað menn gera en kaupmenn eru alls ekki á þeim buxunum að fara að skella þessu út í verðlagið, það dregur bara úr neyslu og verslun og það vill enginn," sagði Skúli. „Það verða náttúrulega allir að leggjast á eitt og reyna að ná þessu einhvern veginn niður. Við erum síður en svo að hvetja til þess að menn hækki sínar vörur en það er bara ekkert svigrúm fyrir marga, menn eru að keyra hlutina á mjög lágri álagningu svo þetta hefur strax mjög mikil áhrif inn í verðlagið," sagði hann enn fremur og bætti því við að inngrip stjórnvalda væri löngu tímabært en Félag íslenskra stórkaupmanna sendi stjórnvöldum áskorun 28. mars sem lesa má í heild sinni á heimasíðu félagsins. „Það segir sig alveg sjálft að tollar og vörugjöld eru innbyggð í hagkerfið og ríkið fitnar eins og púkinn á fjósbitanum við þessar hækkanir. Það þýðir ekkert að tala í suður og gera svo eitthvað í norður, orð og athafnir verða að fara saman. Það er fullt hægt að gera og ég bendi bara á að álagning ríkisins á alla skapaða hluti hefur ekkert lækkað en álagning einkaaðila hefur klárlega lækkað. Það þýðir ekkert að tala eins og kaupmenn séu einhverjir óprúttnir aðilar, ég er alveg klár á því að obbinn af öllum kaupmönnum hefur bara miklar áhyggjur af þessu ástandi," sagði Skúli að lokum. Fráleitt að heildarhækkun sé 20 - 30% Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tók í sama streng: „Mér finnst þessar tölur háar og allt of háar miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Innfluttar vörur eru u.þ.b. 30% af innkaupum í matvöru, megnið af þeim er innlent, landbúnaðarvörur 45% og önnur innlend framleiðsluvara eru 25%. Menn hafa verið að vitna mikið í gengið og vitaskuld hefur það áhrif líka, ekki bara á bein innkaup á vörum heldur líka á hráefni eins og t.d. fóður hjá bændum eins og fram hefur komið í fréttum. Þetta stuðlar allt að hækkunum en ég held að það sé alveg fráleitt að heildarhækkun á matvöru sé 20 - 30% þótt hugsanlegt sé að innflutt matvæli hækki sem því nemur," sagði Sigurður. Hann var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvort stjórnvöld gætu aðhafst til að ráða bót á efnahagsástandinu. „Vissulega. Við höfum að því er fyrirtæki varðar bent á að draga megi úr flutningskostnaði með því að draga úr álögum á eldsneyti. Til að lækka verð á vörum til almennings mætti lækka verndartolla á innfluttar landbúnaðarvörur og vörugjöldin sem fyrirheit hafa verið gefin um að endurskoða. Þá væri ekki óeðlilegt að endurskoða virðisaukaskatt á lyfseðilsskyld lyf, hann er t.d. enginn í Svíþjóð. Lyf eru ekki ódýr hér og þarna væri hægt að koma til móts við fólk, sérstaklega þá sem verst eru settir og þá á ég við aldraða og öryrkja. Ég held að þeir sem hafa það betra myndu alveg sætta sig við að komið yrði til móts við þessa hópa," sagði Sigurður.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira