Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á áttræðisaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur stúlkum þegar þær voru á aldrinum 10-12 ára. Önnur stúlkan var stjúpbarnabarn mannsins. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunum samtals 1200 þúsund krónur í bætur vegna brotanna.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað innan klæða á stjúpbarnabarni sínu í eitt sinn þegar hún var á aldrinum 10-12 ára. Þótt dómnum framburður mannsins ótrúrverðugur í málinu og þá benti vottorð sálfræðings til þess að stúlkan hefði orðið fyrir erfiðri lífsreynslu.

Maðurinn var auk þess ákærður yfir að hafa káfað innan klæða á annarri stúlku þegar hún var ellefu ára, árið 1994, en maðurinn bjó með ömmusystur hennar. Maðurinn neitaði einnig sök í þessu tilviki en út frá framburði stúlkunnar og vitnisburði sálfræðings var hann sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×