Innlent

Gæti þurft að færa kælivörur

Straumlaust er í Krónunni í Mosfellsbæ.
Straumlaust er í Krónunni í Mosfellsbæ.

„Frystarnir eru kaldir hjá okkur svo við erum ekki í vandræðum enn þá en ef þetta verður einhver tími þurfum við að gera ráðstafanir til að keyra kælivörur milli búða," segir Úlfar Eggertsson, verslunarstjóri í Krónunni í Mosfellsbæ.

Hann gat notað vararafstöð til að halda versluninni opinni í 40 mínútur eftir að rafmagnið fór en neyddist svo til að loka. „Gert er ráð fyrir vararafmagni í 30 mínútur til klukkutíma til að hægt sé að afgreiða það fólk sem er þegar komið inn í verslunina en svo verðum við að loka," sagði Úlfar sem vonast til að rafmagn komist á sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×