Innlent

Slasaðist illa við jarðboranavinnu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Maður slasaðit illa á andliti er hann var við vinnu sína við jarðboranir á Hellisheiði síðastliðinn miðvikudag.

Fram kemur í frétt lögreglunnar á Selfossi að maðurinn hafi staðið á vinnupalli að losa um frosttappa í tveggja tommu slöngu. Það var gert með því að dæla vatni í slönguna. Við það að tappinn losnaði kom snarpur sláttur á slönguna sem fór af krafti í andlit mannsins. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Þar kom í ljós að hann hafði hlotið slæma áverka í andliti og var rifbeinsbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×