Erlent

Carville kallaði ríkisstjórann Júdas

Carville ásamt Bill Clinton.
Carville ásamt Bill Clinton. Mynd/ AFP.
James Carville, einn af ráðgjöfum Hillary Clinton forsetaframbjóðanda, líkir ríkisstjóranum í Nýju Mexíkó við Júdas.

Ummæli Carvilles um ríkisstjórann birtust í blaðinu New York Times eftir að ríkisstjórinn, sem var áður í stuðningsliði Clinton, lýsti yfir stuðningi við Barack Obama, helsta keppinaut hennar. Carville sagði að ríkisstjórinn hefði svikið Clinton í þeirri viku sem verið væri að minnast þess að Júdas hefði svikið Jesú. Því væri samlíkingin við Júdas viðeigandi og jafnvel svolítið kaldhæðin.

Ríkisstjórinn segist ekki vilja fara á sama plan og Carville, en segir að það sé dæmigert fyrir stuðningsmenn Clinton að telja að hún eigi heimtingu á forsetaembættinu. Carville neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×