Enski boltinn

Henry er gramur

NordcPhotos/GettyImages

Robert Pires, leikmaður Villarreal á Spáni, segir fyrrum landa sinn Thierry Henry hafa reiðst mikið þegar honum var skipt af velli í leik liðanna um helgina. Þeir félagar spiluðu saman hjá Arsenal og franska landsliðinu og þekkjast því vel.

"Henry var reiður af því hann er ekki vanur að vera skipta af velli. Það gerðist aldrei þegar hann var hjá Arsenal," sagði Pires í samtali við Marca. "Ef ég segði að hann væri sáttur við það myndu allir kalla mig lygara. Það er erfitt fyrir hann að vera að spila nýja stöðu - ég þekki hann, hann er ekki sáttur," sagði Pires.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.