Innlent

Krefjast þess að lögbann á torrent.is verði staðfest

Mál fjögurra höfundarréttarsamtaka gegn Svavari Lútherssyni og fyrirtæki hans, Istorrent, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þess er krafist að lögbann sem sett var á vefsíðunna Torrent.is verði staðfest og að Svavari og fyrirtæki hans verði meinað að starfrækja síðuna eða aðrar sambærilegar síður.

Það eru SMÁÍS, samtök myndréttarhafa á Íslandi, Framleiðendafélagið, STEF og Félag Hljómplötuframleiðenda sem höfða málið. Samtökin halda því fram að Svavar, sem eigandi Torrent.is, hafi gerst sekur um stórfellt hlutdeildarbrot á höfundarvörðu efni í óþökk rétthafa. Í nóvember síðastliðnum var sett bráðabirgðalögbann á síðuna og var henni lokað í kjölfarið.

Torrent.is naut mikilla vinsælda og voru notendur síðunnar um 26 þúsund talsins. Þar mátti nálgast ýmis gögn á borð við tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki of hugbúnað svo eitthvað sé nefnt.

Í gær féll dómur í sambærilegu máli, en þá voru níu manns dæmdir fyrir að dreifa höfundarréttarvörðu efni á internetinu í gegnum DC++ skráarskiptiforrit. Höfuðpaurnum í því máli var gert að sæta 30 daga skilorðsbundnu fangelsi en ákvörðun hinna var frestað. Það mál var fyrsta sinnar tegundar hér á landi en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir einum verjenda mannanna að málinu verði áfrýjað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.