Innlent

14 mánaða fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás

Hæstiréttur staðfesti í dag fjórtán mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir alvarlega líkamsárás, þjófnað og fíkniefna- og umferðarlagabrot.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa stolið kvikmyndatökuvélum og myndavél, hafa ekið réttindalaus og fyrir að hafa marijúana í fórum sínum þegar lögregla hafði afskipti af honum.

Alvarlegust var þó árás hans á annan mann við Rauða ljónið á Eiðistorgi sumarið 2006. Þar sló hann manninn hnefahögg í andlitið og féll hann aftur fyrir sig og skall með hnakka í jörðina og fékk við það glóðarauga og dreift heilamar. Í framhaldinu stappaði með með fæti ofan á líkama hans.

Maðurinn rauf skilorð með árásinni og þótti því 14 mánaða fangelsi hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×