Innlent

Minningarbók um Fischer í Þjóðmenningarhúsinu

MYND/Pjetur

Búið er að setja upp minningarbók um skáksnillinginn Bobby Fischer í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrirhuguð minningarstund í Laugardælakirkju þar sem hinn látni hvílir á laugardag kl. 13.

Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var fyrstur til að skrifa í bókina en það er RJF-hópurinn sem stendur fyrir minningarbókinni. Meðal þeirra sem hafa sent kveðju sína er skákmeistarinn Boris Spassky sem háði heimsmeistaraeinvígi við Fischer í Laugardalshöll árið 1972.

Fischer fundaði oft með RJF-hópnum í Þjóðmenningarhúsinu og því var minningarbókinni valinn staður þar. Bókin mun liggja frammi næstu tvær vikur og gefst þeim sem vilja heiðra minningu hans kostur á að rita í bókina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×