Dregur úr flutningi erlendra ríkisborgara til landsins 12. febrúar 2008 09:27 Fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta var um 3.350 á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Brottfluttir Íslendingar umfram aðflutta reyndust hins vegar 255. Þessar tölur eru mun lægri en árin á undin en þá var flutningsstraumur fólks frá útlöndum óvenju mikill. Þannig voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta um 5.250 árið 2006 en flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var aftur á móti neikvæður; brottfluttir voru 280 fleiri en aðfluttir.Bent er á að það mikla þensluskeið sem ríkt hafi hér undanfarin ár hafi dregið mun fleiri karla en konur frá útlöndum. Þannig fluttu hingað meira en tvöfalt fleiri karlar en konur árin 2005 og 2006. Þetta var mikil breyting frá því sem verið hafði tvo síðustu áratugi þar á undan en þá komu alla jafna fleiri konur en karlar til landsins. Árið 2007 má aftur merkja breytingu í þessu tilliti en fluttu nær jafnmargir karlar og konur til landsins, eða um 1500 af hvoru kyni.Innanlandsflutningar á síðasta ári reyndust rúmlega 58 þúsund sem er sjö þúsund fleiri en árið 2006. Segir á vef Hagstofunnar að áberandi breytingar hafi orðið á flutningum milli landsvæða undanfarin ár. Mikið hefur dregið úr því forskoti sem höfuðborgarsvæðið hafði á aðra landshluta. Ef einungis er litið til innanlandsflutninga flytjast nú fleiri frá höfuðborgarasvæðinu en til þessEins og undanfarin ár draga Suðurnesin til sín flesta íbúa en þar var flutningsjöfnuður 50 á hverja 1.000 íbúa. Flutningsjöfnuður er jákvæður á Suðurlandi og Vesturlandi og munar þar mestu um flutninga til sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Líkt og undanfarin ár var flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum neikvæður á öllum þeim landsvæðum sem ekki liggja að höfuðborgarsvæðinu. Eins og mörg undanfarin ár fluttust hlutfallslega fleiri frá Vestfjörðum en nokkru öðru landsvæði; þar var flutningsöfnuður -36,7 á hverja 1.000 íbúa.Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljós að í hlutfalli við íbúafjölda fluttu mun fleiri einstaklingar til Austurlands frá útlöndum en til annarra landsvæða árin 2004-2006. Nú er þessu öfugt farið og flutningsjöfnuður í millilandaflutningum er nú neikvæður á Austurlandi, eða -93,4 á hverja 1.000 íbúa. Árið áður var flutningsjöfnuður í millilandaflutningum þar 102,5 á hverja 1.000 íbúa. Á öllum öðrum landsvæðum er flutningsjöfnuður frá útlöndum jákvæður, en hæstur á höfuðborgarsvæði og á landsvæðum sem liggja að höfuðborgarsvæði. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Fjöldi aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta var um 3.350 á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Brottfluttir Íslendingar umfram aðflutta reyndust hins vegar 255. Þessar tölur eru mun lægri en árin á undin en þá var flutningsstraumur fólks frá útlöndum óvenju mikill. Þannig voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta um 5.250 árið 2006 en flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var aftur á móti neikvæður; brottfluttir voru 280 fleiri en aðfluttir.Bent er á að það mikla þensluskeið sem ríkt hafi hér undanfarin ár hafi dregið mun fleiri karla en konur frá útlöndum. Þannig fluttu hingað meira en tvöfalt fleiri karlar en konur árin 2005 og 2006. Þetta var mikil breyting frá því sem verið hafði tvo síðustu áratugi þar á undan en þá komu alla jafna fleiri konur en karlar til landsins. Árið 2007 má aftur merkja breytingu í þessu tilliti en fluttu nær jafnmargir karlar og konur til landsins, eða um 1500 af hvoru kyni.Innanlandsflutningar á síðasta ári reyndust rúmlega 58 þúsund sem er sjö þúsund fleiri en árið 2006. Segir á vef Hagstofunnar að áberandi breytingar hafi orðið á flutningum milli landsvæða undanfarin ár. Mikið hefur dregið úr því forskoti sem höfuðborgarsvæðið hafði á aðra landshluta. Ef einungis er litið til innanlandsflutninga flytjast nú fleiri frá höfuðborgarasvæðinu en til þessEins og undanfarin ár draga Suðurnesin til sín flesta íbúa en þar var flutningsjöfnuður 50 á hverja 1.000 íbúa. Flutningsjöfnuður er jákvæður á Suðurlandi og Vesturlandi og munar þar mestu um flutninga til sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Líkt og undanfarin ár var flutningsjöfnuður í innanlandsflutningum neikvæður á öllum þeim landsvæðum sem ekki liggja að höfuðborgarsvæðinu. Eins og mörg undanfarin ár fluttust hlutfallslega fleiri frá Vestfjörðum en nokkru öðru landsvæði; þar var flutningsöfnuður -36,7 á hverja 1.000 íbúa.Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljós að í hlutfalli við íbúafjölda fluttu mun fleiri einstaklingar til Austurlands frá útlöndum en til annarra landsvæða árin 2004-2006. Nú er þessu öfugt farið og flutningsjöfnuður í millilandaflutningum er nú neikvæður á Austurlandi, eða -93,4 á hverja 1.000 íbúa. Árið áður var flutningsjöfnuður í millilandaflutningum þar 102,5 á hverja 1.000 íbúa. Á öllum öðrum landsvæðum er flutningsjöfnuður frá útlöndum jákvæður, en hæstur á höfuðborgarsvæði og á landsvæðum sem liggja að höfuðborgarsvæði.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira