Innlent

Hestar í Þykkvabæ skemmdu bíla með nagi

MYND/Heiða

Töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku og tengdust mörg verkefnanna mikilli ófærð og óveðri sem geisaði í umdæminu.

Þannig valt bíll við Álftaver, annar ók út af á Sólheimasandi og þriðji ók á brúarhandrið á Djúpa austan Kálfafells í Skaftárhreppi. Þá var jeppa ekið á grjót sem fallið hafði úr hlíðinni við Holtsá undir Eyjafjöllum. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum.

Þá skemmdu hross tvær bifreiðar í Þykkvabæ en þau nöguðu bílana eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar. Þá sökk beltagrafa í vök á Bakkafjöru og segir lögregla það heppni að stjórnandi hennar komst út úr gröfunni ómeiddur.

Enn fremur var lögregla kölluð á þorrablót í Njálsbúð um helgina en þar lentu menn í handalögmálum svo meiðsl hlutust af, meðal annars brotnuðu tennur. Býst lögregla við tveimur kærum vegna líkamsárása þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×