Innlent

Timburhús á Akureyri mikið skemmt eftir heitavatnsleka

Frá Hafnarstræti á Akureyri.
Frá Hafnarstræti á Akureyri. MYND/365

Timburhús við Hafnarstræti á Akureyri er mikið skemmt eftir að heitt vatn flæddi um fyrstu og aðra hæð þess.

Fram kemur á vef slökkviliðs Akureyrar að það hafi í morgun verið kallað að húsinu eftir að tilkynnt var um reyk sem lagði undan þaki hússins. Allt vakthafandi lið fór á staðinn á tveimur dælubílum ásamt körfubifreið.

Við komu á vettvang kom í ljós að um gufu var að ræða en heitt vatn flæddi um aðra hæð hússins og niður á þá fyrstu. Húsið er þrílyft timburhús sem hefur verið mannlaust um tíma. Lokað var fyrir inntak hússins og gufu loftað út en sem fyrr segir er húsið mikið skemmt af völdum vatns og gufu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×