Innlent

Tekinn ölvaður á stolinni dráttarvél

Lögreglan í Borgarnesi tók ölvaðann mann á stolinni dráttarvél í Hálsasveit ofarlega í Borgarbyggð í nótt.

Er lögreglan hafði afskipti af manninum var hann búinn að aka dráttarvélinni út af veginum og komst hvorki lönd né strönd.

Maðurinn mun hafa verið akandi á bíl um sveitina og fest hann. Tók hann þá til ráðs að fara á næsta bóndabæ og taka þar dráttarvél bóndans ófrjálsri hendi. Maðurinn fékk að sofa úr sér vímuna í vörslu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×