Innlent

Reykjanesbrautin aftur opin fyrir umferð

Reykjanesbrautin er nú aftur opin fyrir umferð. Fyrr í kvöld lokaðist brautin  vegna umferðarslyss.

Brautin lokaðist á milli afleggjarans til Voga og Grindavikurvegarins. Að sögn lögreglunnar var um þriggja bíla árekstur að ræða.

Tvennt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík og tvennt flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meiðsli fólksins munu þó ekki vera alvarleg.

Mikil röð bíl myndaðist beggja megin við slysstaðin en umferðin ætti að ganga greiðlega núna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×