Vilja að Vilhjálmur víki 9. febrúar 2008 18:33 Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar. Staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hefur veikst dag frá degi eftir að skýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveituna var birt opinberlega á fimmtudaginn. Óljósar yfirlýsingar Vilhjálms í tengslum við álit borgarlögmanns varðandi umboða hans til að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy hafa átt sinn þátt í því að veikja stöðu hans ennfrekar. Þær raddir gerast nú háværari innan Sjálfstæðisflokksins að Vilhjálmur verði að stíga til hliðar. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er vonast til þess að Vilhjálmur taki þá ákvörðun sjálfur en ekki liggur fyrir hvort hann sé reiðubúinn til þess. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og hefur gengið erfiðlega að ná tali af borgarfulltrúum flokksins í dag. Hafa þeir hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttastofa náði þó tali af tveimur sem treysta sér hvorki til að lýsa yfir stuðningi við Vilhjálm né tjá sig frekar um málið. Í 24 stundum í dag er hins vegar haft eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, að hún treystir sér ekki til fullyrða að Vilhjálmur eigi afturkvæmt í borgarstjórastólinn. Að sögn heimildarmanna fréttastofu er almennt litið til Geirs H. Haarde til að binda enda á það óvissuástand sem nú ríkir innan borgarstjórnarflokksins. Hann vildi þó ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Samkvæmt heimildum er þó líklegt að málið munið skýrast fljótlega á næstu dögum. Fari svo að Vilhjálmur víki er ekki ósennilegt að við taki valdabarátta innan borgastjórnarflokks sjálfstæðismanna. Eru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson helst nefnd í því samhengi en einnig hefur nafn Júlíusar Vífils borið á góma. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á meirihlutasamstarfið í borginni. Ekki náðist í Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Upplausnarástand ríkir nú innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og óvissa um framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita flokksins. Þær raddir gerast háværari innan flokksins að Vilhjálmur víki til hliðar. Staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hefur veikst dag frá degi eftir að skýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveituna var birt opinberlega á fimmtudaginn. Óljósar yfirlýsingar Vilhjálms í tengslum við álit borgarlögmanns varðandi umboða hans til að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy hafa átt sinn þátt í því að veikja stöðu hans ennfrekar. Þær raddir gerast nú háværari innan Sjálfstæðisflokksins að Vilhjálmur verði að stíga til hliðar. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er vonast til þess að Vilhjálmur taki þá ákvörðun sjálfur en ekki liggur fyrir hvort hann sé reiðubúinn til þess. Málið er á mjög viðkvæmu stigi og hefur gengið erfiðlega að ná tali af borgarfulltrúum flokksins í dag. Hafa þeir hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttastofa náði þó tali af tveimur sem treysta sér hvorki til að lýsa yfir stuðningi við Vilhjálm né tjá sig frekar um málið. Í 24 stundum í dag er hins vegar haft eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, að hún treystir sér ekki til fullyrða að Vilhjálmur eigi afturkvæmt í borgarstjórastólinn. Að sögn heimildarmanna fréttastofu er almennt litið til Geirs H. Haarde til að binda enda á það óvissuástand sem nú ríkir innan borgarstjórnarflokksins. Hann vildi þó ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Samkvæmt heimildum er þó líklegt að málið munið skýrast fljótlega á næstu dögum. Fari svo að Vilhjálmur víki er ekki ósennilegt að við taki valdabarátta innan borgastjórnarflokks sjálfstæðismanna. Eru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson helst nefnd í því samhengi en einnig hefur nafn Júlíusar Vífils borið á góma. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á meirihlutasamstarfið í borginni. Ekki náðist í Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira