Innlent

Fáir á ferli í Reykjavík í óveðrinu

Fáir voru á ferli í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna óveðursins að sögn lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur vegna ölvunar og þá voru þrír kærðir fyrir ölvunarakstur.

Í Borgarnesi þurftu fjölmargir flutningabílar að bíða af sér óveðrið eftir að veginum undir Hafnarfjalli var lokað. Þar náðu vindhviður allt að 60 metrum á sekúndu í gærkvöldi.

Engin slys urðu á fólki en einn mannlaus bíll fauk útaf veginum og skemmdist mikið að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×