Innlent

Íbúar Garðabæjar orðnir 10 þúsund talsins

Garðbæingar náðu í lok janúar þeim áfanga að verða í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Páll Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, fagnaði þessum áfanga í gær með því að afhenda fjölskyldu tíu þúsundasta Garðbæingsins góðar gjafir.

Garðbæingur númer tíu þúsund er, samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá, lítil stúlka sem fæddist 30. janúar sl., dóttir hjónanna Hrannar Sigríðar Steinsdóttur og Jóns Vilbergs Magnússonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×