Innlent

Tekinn með rúmt kíló af kókaíni í Leifsstöð

Kókaínið fannst í farangri Hollendingsins við venjubundna leit.
Kókaínið fannst í farangri Hollendingsins við venjubundna leit.

Hollenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í gær tekinn í Leifsstöð með 1,2 kíló af meintu kókaíni. Hollendingurinn var að koma frá Amsterdam og fannst efnið í farangri hans.

Það var tollgæslan á Keflavíkurflugvelli sem fann efnið við hefðbundna leit og var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×