Innlent

Hnúfubak rak á land við Garðskaga

Hnúfubakurinn er stærðarinnar flykki.
Hnúfubakurinn er stærðarinnar flykki. MYND/Þorgils

Stóreflis hnúfubakstarfur fannst í fjöru við Garðskaga í dag. Á vef Víkurfrétta kemur fram að dýrið sé rúmir 10 metrar á lengd hið minnsta og liggi á bakinu í fjöruborðinu.

Þá segir einnig að fulltrúar Hafrannsóknarstofnun hyggist skoða gripinn á morgun.

„Skrokkur dýrsins er nokkuð heillegur, ekki mikið úldinn, og víða settur hrúðurkörlum. Hnúfubakar hér við land eru jafnan um 12,5 til 13 metrar á lengd fullvaxnir, kýrnar þó nokkuð þyngri, og geta náð allt að 95 ára aldri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×