Innlent

Byggingakrani alelda í Borgartúni

Byggingakrani er illa farinn eftir að eldur kom upp í honum á vinnusvæði í Borgartúni á fimmta tímanum.

Mikinn reyk lagði frá krananum en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Ekki er vitað hvort einhver var í krananum þegar eldurinn kom upp og þá eru eldsupptök ókunn. Slökkvilið er enn á staðnum að ganga úr skugga um það að ekki logi í neinum glæðum.

MYND/Erling Ingason

Slökkviliðið var einnig kallað að nýbyggingu í Hlíðarhjalla 27 í Kópavogi á fimmta tímanum en um var að ræða einbýlishús. Þar mun enginn hafa verið í hættu en slökkvilið er enn á staðnum. Þetta var þriðja útkall slökkviliðsins í dag vegna bruna en í morgun var það kallað að húsnæði Nings við Suðurlandsbraut. Þar reynidst ekki mikill eldur og var veitingastaðurinn opnaður um hádegisbil.

Þessu til viðbótar hefur slökkvilið sinnt heitavatnslekum og fjölmörgum sjúkraflutningum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×