Enski boltinn

Mikill agi hjá Capello

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabio Capello heldur uppi aga.
Fabio Capello heldur uppi aga.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er með strangari agareglur en leikmenn hafa vanist hingað til. Hann hefur sett sínar reglur og fengu leikmenn þær afhentar á hóteli sínu í Watford.

The Sun birti í dag nokkrar af reglunum:

- Óstundvísi verður ekki liðin, herbergisþjónusta er bönnuð og notkun farsíma er aðeins í herbergjum.

- Leikmenn borða saman snyrtilega klæddir og eru merktir liðinu þegar þeir koma fram opinberlega og á leikdegi.

- Leikmenn verða kallaðir eftirnöfnum sínum.

- Kvenfólk, skyldfólk eða umboðsmenn mega ekki koma í heimsókn.

Nú er bara spurning hverju þessi agi skilar en fyrsti leikur enska lisðins undir stjórn Capello verður gegn Sviss á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×