Innlent

Jólasöfnun skilar 31 milljón fyrir þurfandi í Afríku

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar 2007 hefur þegar skilað rúmri 31 milljón króna, þar af komu tæpar tíu milljónir í gegnum gjafabréf þar sem meðal annars var hægt að gefa fólki í fátækum ríkjum Afríku búfénað.

Í tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar kemur fram að megináhersla söfnunarinnar hafi verið að bæta aðgengi að hreinu vatni og nýtingu þess í Malaví, Mósambík, Úganda og Eþíópíu. Fyrir söfnunarféð verða grafnir brunnar, borað eftir vatni, reistir tankar til að safna regnvatni og nýting á vatni til ræktunar og skepnuhalds efld.

Þegar vatnið sé komið er hægt að nýta það til fleira en drykkjar, til dæmis til skepnuhalds og þar koma peningarnir sem komu inn í gegnum geita- og hænubréfin sér vel að sögn Hjálparstarfs kirkjunnar.

Þakkar Hjálparstarfið frábærar móttökur en minnir á að enn sé hægt að leggja málefnunum lið. Gjafabréfasíðan gjofsemgefur.is er í stöðugri notkun og söfnunarreikningurinn 1150-26-50886 kt. 450670-0499 er opinn og enn er hægt að greiða heimsenda gíróseðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×