Innlent

Mikill skafrenningur á Hellisheiði

MYNd/Vilhelm

Á Hellisheiði er nú mikill skafrenningur og blint. Eins er mjög slæmt veður á Holtavörðuheiði og orðið þungfært, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. „Að gefnu tilefni er fólki bent á að vegir eru víðast hvar ekki mokaðir seint á kvöldin eða á nóttunni," segir einnig.

„Það getur verið mjög varasamt að vera á ferð á vegum úti eftir að þjónustu lýkur nema veðurútlit sé mjög gott."

Þá segir að á Vesturlandi sé hálka eða hálkublettir á velflestum leiðum. „Brattabrekka er ófær en þungfært og mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er víða hálka og éljagangur, en stórhríð er á Klettshálsi. Á Norður- og Norðausturlandi er víðast hvar snjóþekja eða hálka og víða ofankoma eða jafnvel töluverður skafrenningur. Á Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×