Forsætisráðherra sakaður um ESB-andúð 4. febrúar 2008 15:32 MYND/Pjetur Forsætisráðherra var sakaður um andúð í garð Evrópusambandsins og alls sem Evrópu tengdist í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ráðherra sagði hins vegar að þvert á móti hefði hann samúð með hvoru tveggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, innti forsætisráðherra eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og ekki síst gjaldmiðilsmálum. Vísaði hann til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefði talað um krónuna sem viðskiptahindrun og þá væri viðskiptaráðherra mjög hlynntur evrunni. Nú síðast hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að sjálfsagt væri að fyrirtæki gætu gert upp í evrum og vísaði þar til umsóknar Kaupþings þar um. Sagði Steingrímur að ágreiningur væri í Evrópumálum milli stjórnarflokkanna og líka innan flokka því formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengju ekki í takt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði það rangt að hann og Þorgerður Katrín gengju ekki í takt. Sagði hann eðlilegt að fyrirtæki gerðu upp í þeirri mynt sem þau vildu svo framarlega sem þau uppfylltu skilyrði alþjóðlegu reikningskilastaðlanna eins og lög kvæðu á um. Yfir 200 fyrirtæki gerðu það nú, þar af um helmingur í dollurum og 70 fyrirtæki í evrum. Sagði hann um málefni fjármálafyrirtækjanna að mál Kaupþings væri nú til meðferðar hjá fjármálaráðherra og hann myndi ekki segja honum fyrir verkum. Sagði Geir enn fremur að ekki stæði til að gera breytingar í gjaldmiðlamálum á næstunni. Steingrímur kallaði eftir skýrari svörum og það gerði einnig Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í sinni fyrirspurn. Sagði hún það skýrasta sem fram hefði komið frá forsætisráðherra að ef ætlunin væri að breyta gjaldmiðlamálum væri dollarinn betri kostur. Geir H. Haarde sagði að hann hefði einungis verið að benda á að mikið af viðskiptum Íslendinga færu fram í dollurum og hlutdeild dollarans ykist með auknum álviðskiptum. Menn yrðu að horfa á heildarmyndina. Valgerður sagði svar ráðherra skrítið og að það byggðist á andúð hans og Sjálfstæðislfokksins á Evrópusambandinu, evrunni og öllu því sem Evrópu tengist. Hann væri að fela sig á bak við dollarann þegar flestallir töluðu um evruna sem vænlegri kost. Forsætisráðherra sagði það af og frá að hann hefði sérstaka andúð á ESB, evrunni og Evrópu. „Þvert á móti hef ég mikla samúð með þessu öllu saman," sagði Geir. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Forsætisráðherra var sakaður um andúð í garð Evrópusambandsins og alls sem Evrópu tengdist í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ráðherra sagði hins vegar að þvert á móti hefði hann samúð með hvoru tveggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, innti forsætisráðherra eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og ekki síst gjaldmiðilsmálum. Vísaði hann til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefði talað um krónuna sem viðskiptahindrun og þá væri viðskiptaráðherra mjög hlynntur evrunni. Nú síðast hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að sjálfsagt væri að fyrirtæki gætu gert upp í evrum og vísaði þar til umsóknar Kaupþings þar um. Sagði Steingrímur að ágreiningur væri í Evrópumálum milli stjórnarflokkanna og líka innan flokka því formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengju ekki í takt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði það rangt að hann og Þorgerður Katrín gengju ekki í takt. Sagði hann eðlilegt að fyrirtæki gerðu upp í þeirri mynt sem þau vildu svo framarlega sem þau uppfylltu skilyrði alþjóðlegu reikningskilastaðlanna eins og lög kvæðu á um. Yfir 200 fyrirtæki gerðu það nú, þar af um helmingur í dollurum og 70 fyrirtæki í evrum. Sagði hann um málefni fjármálafyrirtækjanna að mál Kaupþings væri nú til meðferðar hjá fjármálaráðherra og hann myndi ekki segja honum fyrir verkum. Sagði Geir enn fremur að ekki stæði til að gera breytingar í gjaldmiðlamálum á næstunni. Steingrímur kallaði eftir skýrari svörum og það gerði einnig Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í sinni fyrirspurn. Sagði hún það skýrasta sem fram hefði komið frá forsætisráðherra að ef ætlunin væri að breyta gjaldmiðlamálum væri dollarinn betri kostur. Geir H. Haarde sagði að hann hefði einungis verið að benda á að mikið af viðskiptum Íslendinga færu fram í dollurum og hlutdeild dollarans ykist með auknum álviðskiptum. Menn yrðu að horfa á heildarmyndina. Valgerður sagði svar ráðherra skrítið og að það byggðist á andúð hans og Sjálfstæðislfokksins á Evrópusambandinu, evrunni og öllu því sem Evrópu tengist. Hann væri að fela sig á bak við dollarann þegar flestallir töluðu um evruna sem vænlegri kost. Forsætisráðherra sagði það af og frá að hann hefði sérstaka andúð á ESB, evrunni og Evrópu. „Þvert á móti hef ég mikla samúð með þessu öllu saman," sagði Geir.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira