Innlent

Ránið að mestu upplýst - Þýfið undir milljón

Andri Ólafsson skrifar

Þýfið úr ráninu í Glitni við Lækjargötu í morgun er fundið. Það fannst í fórum manns sem var handtekinn fyrir skömmu ásamt félaga sínum í Garðabæ.

Skömmu áður var maðurinn sem grunaður er um aðild að ráninu handtekinn á gistiheimili Hjálpræðishersins. Fjórða mannsins er hins vegar enn leitað. Lögreglan veit hver það er og er talið aðeins tímaspursmál hvenær hann næst.

Öxin sem notuð var við ránið er einnig fundin. Henni hafði ræninginn fleygt á leið sinni frá Glitni og að Hjálpræðishernum. Hún var að öllum líkindum keypt í Byko snemma í morgun.

Lögregla vill ekki gefa upp hversu miklum peningum var rænt. Einungis að það hafi verið minna en milljón en meira en eitthundrað þúsund. Málið er að mestu upplýst og von er á fréttatilkynningu frá lögreglu með frekari upplýsingum innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×