Lögreglan á Selfossi tók þrjá ölvaða ökumenn úr umferð í nótt og einn, sem ók undir áhrifum fíkniefna. Þar með hafa átta verið teknir úr umferð í bænum á einum sólarhring, sem er óvenju mikið. Þar af voru tveir auk þess réttindalausir, og annar þeirra var á afskráðum bíl.
Í Reykjanesbæ voru tveir ökumenn stöðvarði í gærkvöldi og vaknaði grunur um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Annar þeirra var að auki grunaður um ölvun við akstur. Þeir voru báðir kærðir fyrir atvikin.