Innlent

Nærri 300 Land Cruiser jeppar afhentir í janúar

Land Cruiser virðis vinsæll um þessar mundir.
Land Cruiser virðis vinsæll um þessar mundir. MYND/Steinunn Stefánsdóttir

Ekkert lát virðist vera á bílakaupgleði landans ef marka má tölur sem Bílgreinasambandið hefur tekið saman.

Þrátt fyrir fréttir af samdrætti í efnahagslífinu voru rúmlega 1400 nýir bílar afhentir í janúar en til samanburðar voru þeir tæplega eitt þúsund í sama mánuði í fyrra. Nemur aukningin nærri 50 prósentum.

Rúmlega þriðjungur bílanna sem var afhentur í janúar var af gerðinni Toyota, eða 515 bílar. Þar af voru tæplega 300 Land Cruiser jeppar. Í öðru sæti kom svo Nissan með 87 bíla og í þriðja sæti komu svo Honda og Subaru með 84 bíla hvor.

Bílgreinsambandið bendir á að þetta sé ekki ávísun á áframhaldandi söluaukningu því margir af þeim bílum sem skráðir eru og afhentir eigendum sínum í janúar hafi verið pantaðir á fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×