Innlent

Borgarstjóri segist ekki leika sér að almannafé

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. MYND/Stöð 2

Borgarstjórinn í Reykjavík segir ekki verið að leika sér með almannafé, en Samfylkingin sakar meirihluta borgarstjórnar um greiða ofurverð fyrir húsin við Laugaveg 4 og 6.

Staðfest var á fundi borgarráðs í morgun að fimm hundruð og áttatíu milljónir hafi verið greiddar fyrir húsin við Laugarveg 4 og 6. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar segja ofurverð hafa verið greitt fyrir húsin sem skapi nýtt markaðsverð í svipuðum málum.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir mjög sérstakar aðstæður hafa gert það að verkum að svo hátt verð hafi verið greitt fyrir húsin og þetta eigi ekki að skapa fordæmi. Hann segir borgina fá skipulagsrétt á svæðinu og því verði hægt að haga uppbyggingu þannig að mikið fáist til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×