Innlent

Slapp ómeiddur eftir árekstur við Vogaveg

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbrautinni skammt austan við Vogaveg, rétt fyrir klukkan ellefu í morgun, er hann var að taka framúr snjóruðningstæki. Bifreiðin hafnaði á umferðarmerki og skemmdist talsvert á vinstri hlið. Enginn slys urðu á fólki, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þá varð umferðaróhapp í Grófinni er tvær bifreiðar voru að mætast. Miklir snjóruðningar voru við götuna og rann önnur bifreiðin til í snjóruðningnum og árekstur orðið.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka á móti rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×