Innlent

Hæstiréttur mildaði dóm körfuknattleiksmanns

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvason var dæmdur í 22 mánaða fangelsi í Hérðasdómi á síðasta ári fyrir vörslu á 418 e-töflum. Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Ólafi í dag og fékk hann 12 mánað silorðsbundið fangelsi.

Ólafur var ákærður fyrir vörslur á 418 töflum, sem innihéldu MDMA-klóríð og voru ætlaðar til söludreifingar. Hann játaði fyrir dómi að hafa haft töflurnar í vörslum sínum en gaf misvísandi upplýsingar um hvað hann hefði ætlað að gera við þær.

Þótti sannað að hann hafi vitað að töflurnar væru til söludreifingar en ekki að hann hafi sjálfur ætlað að selja þær. Töflurnar voru einnig mun veikari en algengt er um töflur sem þessar.

Hæstiréttur sagði að teknu tilliti til þess að Ólafur hefði breytt lífi sínu mjög til betri vegar frá því hann framdi brot sitt var refsing hans ákveðin skilorðsbundið fangelsi í 12 mánuði.

Ólafur lék körfuknattleik með Njarðvíkingum en spilar nú með Reyni Sandgerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×