Innlent

Atlantsolía neyðist til að fá lánaða birgðaraðstöðu

Breki Logason skrifar
Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu.
Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu.

„Birgðaraðstaðan okkar í Hafnarfirði dugar stundum ekki og því höfum við undanfarið neyðst til þess að sækja til þeirra aðila sem hafa yfir slíkri aðstöðu að ráða," segir Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu.

Albert segir að ástandið sé þó tímabundið því verið sé að vinna í því að stækka birgðaraðstöðu félagsins í Hafnarfirði. „Eins og gefur að skilja þá er það ekki gert á einum degi en við erum með umsókn hjá hafnarstjóra með öllum tilskyldum álitum heilbrigðisnefndar og fleiri," segir Albert.

Svona mun birgðaraðstaða Atlantsolíu koma til með að líta út eftir stækkun.
Atlantsolía fær því að láni birgðaraðstöðu hjá öðrum olíufélögum fyrir það sem þarf uppá að hlaupa. „Við erum í raun langverst staddir hvað varðar birgðaraðstöðu af öllum olíufélögunum og við höfum í raun ekkert val um neitt annað. Okkar aðstaða núna er byggð fyrir einn þriðja af þeirr sölu sem við erum með í dag."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×