Innlent

Borgarráð blessar viljayfirlýsingu um Kolaportið

MYND/Vilhelm

Borgarráð lagði í dag blessun sína yfir viljayfirlýsingu um framtíð Kolaportsins sem Dagur B. Eggertsson undirritaði fyrir hönd borgarinnar í síðustu viku. Þetta var eitt af síðustu verkum hans sem borgarstjóri.

Fram kemur í tilkynningu frá Degi að með viljayfirlýsingunni sé fallið frá því að skerða rými Kolaportsins verulega, loka austurinngangi þess og setja milligólf í Tollhúsið sem myndi rýra lofthæð Kolaportsins. Þá er komið í veg fyrir að starfsemi portsins þurfi að hætta á meðan á framkvæmdum við Tollhúsið stendur og framtíð starfsemi Kolaportsins tryggð til næstu tíu ára.

Í sameiginlegri bókun borgarráðs kemur fram starfsemi Kolaportsins sé mikilvæg fyrir miðborgina og ómissandi fyrir mannlíf Reykjavíkur. „Því er fagnað að framtíðarstaðsetning Kolaportsins er tryggð næstu tíu árin. Er öllum sem komu að þessari farsælu lausn þakkað fyrir þeirra framlag," segir í bókuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×