Innlent

Kemst undir læknishendur upp úr hádegi

Vörubílstjóri, sem meiddist þegar bíll hans valt út af þjóðveginum við innanvert Ísafjarðardjúp í gærkvöldi, kemst loks undir læknis hendur um eða uppúr hádeginu.

Björgunarsveitir frá Ísafirði og Súðavík voru kallaðar út í gærkvöldi þegar fréttir bárust af veltunni og að ökumaðurinn hafi meiðst. Þá var veður afleitt og mikil ófærð á veginum. Áður en björgunarmennnirnir komu á vettvang fékk ökumaður far með öðrum bíl inn í Reykjanes, innst í Djúpinu og var björgunarsveitum þá snúið við.

Þessi í stað var ákveðið að senda sjúkrabíl með lækni frá Hólmavík eftir honum. Hann komst hins vegar ekki í Reykjanes í nótt vegna ófærðar og gisti ökumaðurinn þar í nótt.

Í morgun fékk hann svo far með flutningabíl, sem er væntanlegur til Ísfjarðar nú í hádeginu. Að sögn staðarhaldara í Reykjanesi hafði bílstjórinn fengið mikið högg á aðra öxlina og var svo bólginn og stífur í morgun, að hann þurfti hjálp við að klæðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×