Innlent

Siv: Íslendingar taki lýsi

Íslendingar voru hvattir til þess á Alþingi í morgun að taka lýsi. Það gerði Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, þegar hún benti á að lýsið væri vörn gegn skaðsemi transfitusýra, sem óvenju mikið væri af í matvælum hérlendis.

Siv Friðleifsdóttir vakti athygli á því að Danir hefðu takmarkað leyfilegt magn af transfitusýrum í mat við 2 prósent. Benti hún á að ef fólk innbyrti meira en fimm grömm af sýrunum ykjust líkur á hjarta- og æðasjúkdómum um 33 prósent. Þá sýndu rannsóknir einnig að líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini ykjust með neyslu transfitusýra.

Í þessum efnum sem öðrum státa Íslendingar hins vegar af vafasömu meti. Siv benti á að Íslendingar ættu Norðurlandamet í transfitusýrum í mat og það væri mikið áhyggjuefni.

Um leið og Siv hvatti ráðherra til í að vernda landsmenn betur gagnvart þessum slæmu sýrum. Sagði hún ljóst að 50 þúsund mann féllu frá í Evrópu á ári út af þessum transfitusýrum en Íslendingar hefðu vörn í lýsinu. Á meðan ekki væri búið að laga til hér á landi í þessum málum væri mjög brýnt allir tækju lýsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×