Búið að velja pörin sem taka þátt í Hæðinni 29. janúar 2008 17:30 Búið er að velja pörin þrjú sem taka þátt í hönnunar- og raunveruleikaþættinum Hæðinni á Stöð 2. Áhugi á þættinum fór fram úr björtustu vonum aðstandenda, en alls sóttu 509 pör um að taka þátt. Það var því ekki hlaupið að því að velja úr hópnum. „Þetta var lúxusvandamál" segir þáttastjórnandinn, Gulli Helga, en alls tóku hann og aðrir aðstandendur viðtöl við 65 paranna. Eftir miklar vangaveltur voru þrjú valin. Þau eru Brynjar Ingólfsson 25 ára fasteignasali og Steinunn Garðarsdóttir 28 ára framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Kátínu, Inácio Pacas da Silva Filho 48 ára matreiðslu- og listamaður og Guðbergur Garðarsson 46 ára matreiðslumaður og Elísabet S. Ólafsdóttir 52ja ára skrifstofustjóri ríkissáttasemjara og Hreiðar Örn Gestsson 44 ára húsasmíðameistari. Pörin flytja í lok febrúar inn í hver sitt 250 fermetra raðhúsið við Árakur á Arnarneshæð. Húsið verður tilbúið til innréttinga, og parið þarf svo að hanna það frá frá a-ö, velja gólfefni, innréttingar og lýsingu. Þau dvelja í húsinu í tvo mánuði á meðan á tökum stendur, og taka ekkert með sér annað en fötin og tannburstann. „Það er bara dýnan og grjótið", segir Gulli hlæjandi. „Maður þarf bara að vona að svefnherbergið verði tekið snemma." Húsið er gert upp í áföngum, og fær parið ákveðið fjármagn fyrir hvern hluta. Eftir hvern áfanga gefur dómnefnd einkunn, en að lokum eru það áhorfendur Stöðvar 2 sem velja sigurvegara þáttanna. Það par hlýtur tvær milljónir í verðlaun. Gulli segir að pörin eigi skemmtilega vinnu fyrir höndum, en þáttakan verði þó ekki bara dans á rósum. „Myndavélin verður ofan í hálsmálinu á keppendum öll kvöld og helgar", segir Gulli. Aðspurður hvort þeir muni sýna pirringinn og þrasið sem getur fylgt svona framkvæmdum segir hann svo vera, en hefur þó ekki áhyggjur að það verði mikið af því, „Þetta eru svo glaðlynd pör", segir Gulli að lokum. Nánar verður fjallað um þáttinn í Íslandi í dag í kvöld. Hæðin - efni Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Búið er að velja pörin þrjú sem taka þátt í hönnunar- og raunveruleikaþættinum Hæðinni á Stöð 2. Áhugi á þættinum fór fram úr björtustu vonum aðstandenda, en alls sóttu 509 pör um að taka þátt. Það var því ekki hlaupið að því að velja úr hópnum. „Þetta var lúxusvandamál" segir þáttastjórnandinn, Gulli Helga, en alls tóku hann og aðrir aðstandendur viðtöl við 65 paranna. Eftir miklar vangaveltur voru þrjú valin. Þau eru Brynjar Ingólfsson 25 ára fasteignasali og Steinunn Garðarsdóttir 28 ára framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Kátínu, Inácio Pacas da Silva Filho 48 ára matreiðslu- og listamaður og Guðbergur Garðarsson 46 ára matreiðslumaður og Elísabet S. Ólafsdóttir 52ja ára skrifstofustjóri ríkissáttasemjara og Hreiðar Örn Gestsson 44 ára húsasmíðameistari. Pörin flytja í lok febrúar inn í hver sitt 250 fermetra raðhúsið við Árakur á Arnarneshæð. Húsið verður tilbúið til innréttinga, og parið þarf svo að hanna það frá frá a-ö, velja gólfefni, innréttingar og lýsingu. Þau dvelja í húsinu í tvo mánuði á meðan á tökum stendur, og taka ekkert með sér annað en fötin og tannburstann. „Það er bara dýnan og grjótið", segir Gulli hlæjandi. „Maður þarf bara að vona að svefnherbergið verði tekið snemma." Húsið er gert upp í áföngum, og fær parið ákveðið fjármagn fyrir hvern hluta. Eftir hvern áfanga gefur dómnefnd einkunn, en að lokum eru það áhorfendur Stöðvar 2 sem velja sigurvegara þáttanna. Það par hlýtur tvær milljónir í verðlaun. Gulli segir að pörin eigi skemmtilega vinnu fyrir höndum, en þáttakan verði þó ekki bara dans á rósum. „Myndavélin verður ofan í hálsmálinu á keppendum öll kvöld og helgar", segir Gulli. Aðspurður hvort þeir muni sýna pirringinn og þrasið sem getur fylgt svona framkvæmdum segir hann svo vera, en hefur þó ekki áhyggjur að það verði mikið af því, „Þetta eru svo glaðlynd pör", segir Gulli að lokum. Nánar verður fjallað um þáttinn í Íslandi í dag í kvöld.
Hæðin - efni Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira