Búið að velja pörin sem taka þátt í Hæðinni 29. janúar 2008 17:30 Búið er að velja pörin þrjú sem taka þátt í hönnunar- og raunveruleikaþættinum Hæðinni á Stöð 2. Áhugi á þættinum fór fram úr björtustu vonum aðstandenda, en alls sóttu 509 pör um að taka þátt. Það var því ekki hlaupið að því að velja úr hópnum. „Þetta var lúxusvandamál" segir þáttastjórnandinn, Gulli Helga, en alls tóku hann og aðrir aðstandendur viðtöl við 65 paranna. Eftir miklar vangaveltur voru þrjú valin. Þau eru Brynjar Ingólfsson 25 ára fasteignasali og Steinunn Garðarsdóttir 28 ára framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Kátínu, Inácio Pacas da Silva Filho 48 ára matreiðslu- og listamaður og Guðbergur Garðarsson 46 ára matreiðslumaður og Elísabet S. Ólafsdóttir 52ja ára skrifstofustjóri ríkissáttasemjara og Hreiðar Örn Gestsson 44 ára húsasmíðameistari. Pörin flytja í lok febrúar inn í hver sitt 250 fermetra raðhúsið við Árakur á Arnarneshæð. Húsið verður tilbúið til innréttinga, og parið þarf svo að hanna það frá frá a-ö, velja gólfefni, innréttingar og lýsingu. Þau dvelja í húsinu í tvo mánuði á meðan á tökum stendur, og taka ekkert með sér annað en fötin og tannburstann. „Það er bara dýnan og grjótið", segir Gulli hlæjandi. „Maður þarf bara að vona að svefnherbergið verði tekið snemma." Húsið er gert upp í áföngum, og fær parið ákveðið fjármagn fyrir hvern hluta. Eftir hvern áfanga gefur dómnefnd einkunn, en að lokum eru það áhorfendur Stöðvar 2 sem velja sigurvegara þáttanna. Það par hlýtur tvær milljónir í verðlaun. Gulli segir að pörin eigi skemmtilega vinnu fyrir höndum, en þáttakan verði þó ekki bara dans á rósum. „Myndavélin verður ofan í hálsmálinu á keppendum öll kvöld og helgar", segir Gulli. Aðspurður hvort þeir muni sýna pirringinn og þrasið sem getur fylgt svona framkvæmdum segir hann svo vera, en hefur þó ekki áhyggjur að það verði mikið af því, „Þetta eru svo glaðlynd pör", segir Gulli að lokum. Nánar verður fjallað um þáttinn í Íslandi í dag í kvöld. Hæðin - efni Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Búið er að velja pörin þrjú sem taka þátt í hönnunar- og raunveruleikaþættinum Hæðinni á Stöð 2. Áhugi á þættinum fór fram úr björtustu vonum aðstandenda, en alls sóttu 509 pör um að taka þátt. Það var því ekki hlaupið að því að velja úr hópnum. „Þetta var lúxusvandamál" segir þáttastjórnandinn, Gulli Helga, en alls tóku hann og aðrir aðstandendur viðtöl við 65 paranna. Eftir miklar vangaveltur voru þrjú valin. Þau eru Brynjar Ingólfsson 25 ára fasteignasali og Steinunn Garðarsdóttir 28 ára framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Kátínu, Inácio Pacas da Silva Filho 48 ára matreiðslu- og listamaður og Guðbergur Garðarsson 46 ára matreiðslumaður og Elísabet S. Ólafsdóttir 52ja ára skrifstofustjóri ríkissáttasemjara og Hreiðar Örn Gestsson 44 ára húsasmíðameistari. Pörin flytja í lok febrúar inn í hver sitt 250 fermetra raðhúsið við Árakur á Arnarneshæð. Húsið verður tilbúið til innréttinga, og parið þarf svo að hanna það frá frá a-ö, velja gólfefni, innréttingar og lýsingu. Þau dvelja í húsinu í tvo mánuði á meðan á tökum stendur, og taka ekkert með sér annað en fötin og tannburstann. „Það er bara dýnan og grjótið", segir Gulli hlæjandi. „Maður þarf bara að vona að svefnherbergið verði tekið snemma." Húsið er gert upp í áföngum, og fær parið ákveðið fjármagn fyrir hvern hluta. Eftir hvern áfanga gefur dómnefnd einkunn, en að lokum eru það áhorfendur Stöðvar 2 sem velja sigurvegara þáttanna. Það par hlýtur tvær milljónir í verðlaun. Gulli segir að pörin eigi skemmtilega vinnu fyrir höndum, en þáttakan verði þó ekki bara dans á rósum. „Myndavélin verður ofan í hálsmálinu á keppendum öll kvöld og helgar", segir Gulli. Aðspurður hvort þeir muni sýna pirringinn og þrasið sem getur fylgt svona framkvæmdum segir hann svo vera, en hefur þó ekki áhyggjur að það verði mikið af því, „Þetta eru svo glaðlynd pör", segir Gulli að lokum. Nánar verður fjallað um þáttinn í Íslandi í dag í kvöld.
Hæðin - efni Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira