Innlent

Segir Davíð að þakka að Fischer lést frjáls maður

MYND/Pjetur

Engar ákvarðanir verða teknar um útför Bobby Fischers fyrr en um miðja næstu viku. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, eiga heiðurinn af því að Fischer lést frjáls maður.

Ákvörðun um hvar útför Fishers fer fram er í höndum eftirlifandi unnustu hans, Miyoko Watai. Hennar er ekki að vænta hingað til lands fyrr en á þriðjudag og þangað til verður ekki ljóst hvort útförin fari fram hér á landi eða ekki. Íslenskir vinir Fishers ætla að hittast í dag til að móta tillögur um útförina.

Einar S. Einarsson, einn þeirra sem unnu að því að fá Fisher til Íslands, sagði í samtali við dag að hópurinn vildi helst að Fischer fengi að hvíla í íslenskri fold en Japan kæmi einnig sterklega til greina. Sæmundur Pálsson, einn vina Fischers, varð fyrir tilviljun varð lífvörður hans á meðan á heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys stóð í Reykjavík. Hann segir að mikil vinátta hafi tekist á milli þeirra, svo mikil að Fisher tók Sæmund með sér til bandaríkjanna eftir mótið

Síðan skyldu leiðir og Sæmundur heyrði ekkert frá Fisher í áratugi eða þar til Fisher hafði samband úr fangelsinu í Japan þar sem hann var í haldi. Sæmundur gat ekki annað en komið þessum vini sínum til hjálpar og hóf undirbúning að því að fá Fisher til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×