Námsráðgjöf og aukinn netaðgangur fyrir fanga 18. janúar 2008 12:09 MYND/Heiða Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni, sem sett var á laggirnar að tillögu Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi fangelsismálastjóra, var sérstaklega falið að huga að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun fanga af erlendum uppruna og þeim hópi fanga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út úr skyldunámi. Nefndin lítur svo á að nám í fangelsi, ásamt öðrum meðferðarúrræðum sem í boði eru, gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og bendir á að margar rannsóknir sýni fram á að menntun í fangelsi hafi fyrirbyggjandi áhrif. Hún leggur því til að fangar verði hvattir til að nýta tímann í fangelsi til náms og þeim standi til boða kynning á námsmöguleikum, mat á fyrra námi, mat á raunfærni, áhugasviðsrannsókn, aðstoð við gerð námsáætlunar og við að skipuleggja frekara nám. Þýðingarmikið sé að bjóða upp á öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Góð aðstaða til að stunda nám þurfi að vera til staðar í öllum fangelsum og tryggja þurfi föngum aðgang að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við. Nefndin leggur til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi gegni áfram lykilhlutverki í menntun fanga á Litla-Hrauni og að skólanum verði einnig falið það hlutverk að sjá til þess að föngum almennt standi til boða að stunda nám. Bæta þarf aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar Þá bendir nefndin á að erfitt sé að stunda nám í dag nema hafa aðgang að Netinu og leggur til að takmörkuð nettenging verði fyrir hendi í öllum fangelsum og rýmri heimildir í opnum fangelsum. Rýmka þurfi heimild til netnotkunar í lögum um fullnustu refsinga. Þá þurfi að bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar í fangelsum og skapa þarf störf sem geta nýst til starfsþjálfunar og þannig verið hluti af námi. Enn fremur þurfi að koma til móts við þarfir fanga með stutta skólagöngu að baki m.a. með námskeiðum til að bæta grunnfærni í lestri, stærðfræði og tölvunotkun. Þá vill nefndin að hugað verði að íslenskukennslu fyrir erlenda fanga sem dvelja um langan tíma í íslenskum fangelsum og að möguleikum fanga af erlendum uppruna sem munu fara úr landi að lokinni afplánun á að stunda fjarnám við menntastofnanir í heimalöndum sínum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni, sem sett var á laggirnar að tillögu Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi fangelsismálastjóra, var sérstaklega falið að huga að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun fanga af erlendum uppruna og þeim hópi fanga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út úr skyldunámi. Nefndin lítur svo á að nám í fangelsi, ásamt öðrum meðferðarúrræðum sem í boði eru, gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og bendir á að margar rannsóknir sýni fram á að menntun í fangelsi hafi fyrirbyggjandi áhrif. Hún leggur því til að fangar verði hvattir til að nýta tímann í fangelsi til náms og þeim standi til boða kynning á námsmöguleikum, mat á fyrra námi, mat á raunfærni, áhugasviðsrannsókn, aðstoð við gerð námsáætlunar og við að skipuleggja frekara nám. Þýðingarmikið sé að bjóða upp á öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Góð aðstaða til að stunda nám þurfi að vera til staðar í öllum fangelsum og tryggja þurfi föngum aðgang að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við. Nefndin leggur til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi gegni áfram lykilhlutverki í menntun fanga á Litla-Hrauni og að skólanum verði einnig falið það hlutverk að sjá til þess að föngum almennt standi til boða að stunda nám. Bæta þarf aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar Þá bendir nefndin á að erfitt sé að stunda nám í dag nema hafa aðgang að Netinu og leggur til að takmörkuð nettenging verði fyrir hendi í öllum fangelsum og rýmri heimildir í opnum fangelsum. Rýmka þurfi heimild til netnotkunar í lögum um fullnustu refsinga. Þá þurfi að bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar í fangelsum og skapa þarf störf sem geta nýst til starfsþjálfunar og þannig verið hluti af námi. Enn fremur þurfi að koma til móts við þarfir fanga með stutta skólagöngu að baki m.a. með námskeiðum til að bæta grunnfærni í lestri, stærðfræði og tölvunotkun. Þá vill nefndin að hugað verði að íslenskukennslu fyrir erlenda fanga sem dvelja um langan tíma í íslenskum fangelsum og að möguleikum fanga af erlendum uppruna sem munu fara úr landi að lokinni afplánun á að stunda fjarnám við menntastofnanir í heimalöndum sínum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira