Innlent

Guðni segir óveðursský hrannast upp - Geir segir mikilvægt að halda ró sinni

Heimir Már Pétursson skrifar

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að á meðan óveðursskýin hrönnuðust upp á í íslenskum efnahagsmálum sæti ríkisstjórnin aðgerðarlaus og hafnaði samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Forsætisráðherra segir mikilvægt að allir haldi ró sinni í þeim óróleika sem nú ríki í efnahagsmálum.

Guðni tók efnahagsmálin upp í morgun í umræðum utan dagskrár. Hann sagði að sá „himinn sem til skamms tíma var heiður" væri nú þungbúinn og dimmur. Guðni sagði einnig að ríkisstjórnin gæti með markvissum aðgerðum afstýrt áföllum í efnahagslífinu.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði rétt að vissulega ríkti óvissa í efnahagsmálunum nú um stundir. Geir sagðist vilja leggja áherslu á að við núverandi aðstæður sé mikilvægt að allir haldi ró sinni, og beindi hann orðum sínum ekki síst til bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×