Innlent

Fjórir greindust með meningókokka í fyrra

Fjórar manneskjur greindust með meningókokka á Íslandi í fyrra, sem er sami fjöldi og árið á undan.

Um var að ræða þriggja ára gamalt barn með meningókokka C sem ekki hafði verið bólusett gegn sjúkdómnum og þrjá einstaklinga með meningókokka B, en þar af voru tveir á aldrinum þriggja og fjögurra ára og einn 17 ára. Enginn dó af völdum meningókokka á síðasta ári samkvæmt Farsóttarfréttum landlæknis.

Meningókokkar geta valdið lífshættulegri blóðsýkingu og heilahimnubólgu en eftir að bólusetning gegn meningókokkum C hófst á árinu 2002 hefur enginn bólusettur einstaklingur greinst með sýkingu af þeirra völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×