Um tuttugu sagt upp því Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri 15. janúar 2008 15:13 Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina. Hluti starfsmannan rækjuvinnslunnar mun þó fara til annarra starfa hjá Samherja. Fram kom á fundinum að Samherji mun aðstoða alla eftir fremsta megni við að fá vinnu á Akureyri og hefur gert samning við Capacent vegna þess. Auk þess hefur verið rætt við forsvarsmenn annarra matvælafyrirtækja á Akureyri. Bent er á í tilkynningu Samherja að rekstur rækjuverksmiðja hafi verið mjög erfiður undanfarin ár og þessi ákvörðun komi fáum á óvart sem fylgst hafi með fréttum af þeim vettvangi. „Rekstur rækjuverksmiðja hér á landi síðustu misserin byggir að stærstum hluta á innfluttu hráefni, enda veiðin við Ísland í fyrra sú minnsta í 40 ára sögu rækjuveiða. Rækjuverksmiðjum hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár, bæði hér á landi og annars staðar. Nú er svo komið að aðeins 4-5 verksmiðjur eru starfandi á Íslandi en þær voru rúmlega 30 þegar mest var fyrir nokkrum árum," segir í tilkynningunni. Haft er eftir Gesti Geirssyni, framkvæmdarstjóra landvinnslu Samherja hf., að það sé mjög sárt að þurfa að grípa til þess að loka rækjuvinnslunni. „Við höfum á undanförnum árum hagrætt verulega í rekstri rækjuverksmiðjunnar til að halda honum gangandi, í þeirri von að aðstæður breyttust til hins betra. Það hefur hins vegar ekki gerst, heldur hafa rekstrarskilyrðin þvert á móti versnað. Ofursterk króna í kjölfar glórulausrar vaxtastefnu Seðlabanka orsakar óviðundandi starfsumhverfi fyrir útflutningsgreinarnar og veldur fjöldauppsögnum víða eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum," segir Gestur enn fremur. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina. Hluti starfsmannan rækjuvinnslunnar mun þó fara til annarra starfa hjá Samherja. Fram kom á fundinum að Samherji mun aðstoða alla eftir fremsta megni við að fá vinnu á Akureyri og hefur gert samning við Capacent vegna þess. Auk þess hefur verið rætt við forsvarsmenn annarra matvælafyrirtækja á Akureyri. Bent er á í tilkynningu Samherja að rekstur rækjuverksmiðja hafi verið mjög erfiður undanfarin ár og þessi ákvörðun komi fáum á óvart sem fylgst hafi með fréttum af þeim vettvangi. „Rekstur rækjuverksmiðja hér á landi síðustu misserin byggir að stærstum hluta á innfluttu hráefni, enda veiðin við Ísland í fyrra sú minnsta í 40 ára sögu rækjuveiða. Rækjuverksmiðjum hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár, bæði hér á landi og annars staðar. Nú er svo komið að aðeins 4-5 verksmiðjur eru starfandi á Íslandi en þær voru rúmlega 30 þegar mest var fyrir nokkrum árum," segir í tilkynningunni. Haft er eftir Gesti Geirssyni, framkvæmdarstjóra landvinnslu Samherja hf., að það sé mjög sárt að þurfa að grípa til þess að loka rækjuvinnslunni. „Við höfum á undanförnum árum hagrætt verulega í rekstri rækjuverksmiðjunnar til að halda honum gangandi, í þeirri von að aðstæður breyttust til hins betra. Það hefur hins vegar ekki gerst, heldur hafa rekstrarskilyrðin þvert á móti versnað. Ofursterk króna í kjölfar glórulausrar vaxtastefnu Seðlabanka orsakar óviðundandi starfsumhverfi fyrir útflutningsgreinarnar og veldur fjöldauppsögnum víða eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum," segir Gestur enn fremur.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira