Innlent

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins.

Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til sáttasemjara. „Við fengum svar um að ríkisstjórnin ætlaði ekki að koma til móts við okkur um persónuafsláttinn og það eru okkur slæmar fréttir," segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins.

Kristján segir að Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið hafi verið að undirbúa nálgun að víðtækum launaramma sem næði yfir öll landsambönd innan ASÍ. „En það var ljóst að til að það næðist þyrfti ríkisstjórnin að koma myndarlega að þessu," segir Kristján.

Kristján segir að ríkisstjórnin hafi brugðist og því sé ljóst að fara þurfi í viðræður við atvinnurekendur af meiri krafti. Fulltrúar Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins eiga fund með SA á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×