Enski boltinn

Newcastle vill Diarra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lassana Diarra.
Lassana Diarra.

Newcastle hefur sent Arsenal fyrirspurn vegna miðjumannsins Lassana Diarra. Leikmaðurinn hefur fengið sárafá tækifæri með Arsenal síðan hann kom til liðsins frá Chelsea síðasta sumar.

„Ef ég fæ ekki að spila þá verð ég að skoða mína stöðu. Evrópumót landsliða er á næsta leyti og ef ég ætla að spila með franska landsliðinu þar þá verð ég að fá að spila með félagsliði mínu," segir Diarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×