Innlent

Áfram í farbanni vegna Vesturgötumáls

MYND/Víkufréttir/Þorgils

Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á farbannskröfu lögreglunnar á Suðurnesjum yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ekið á fjögurra ára gamlan dreng á Vesturgötu í Reykjanesbæ í lok nóvember með þeim afleiðinugm að drengurinn lést. Verður maðurinn í farbanni til 29. janúar.

Að sögn lögreglu er rannsókn málsins ekki lokið og því hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður í málinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök en efnisþræðir sem fundust á bifreið hans samsvara þráðum sem voru teknir úr fötum drengsins sem lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×