Enski boltinn

Framtíð Luton enn í óvissu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drew Talbot, leikmaður Luton, fagnar sjálfsmarki John Arne Riise í leiknum gegn Liverpool um helgina.
Drew Talbot, leikmaður Luton, fagnar sjálfsmarki John Arne Riise í leiknum gegn Liverpool um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Í gær rann út frestur fyrir fjárfesta að skila inn yfirtökutilboði í enska knattspyrnufélagið Luton sem er nú í greiðslustöðvun.

Félagið var sett í greiðslustöðvun þann 22. nóvember síðastliðinn og voru um leið tíu stig dregin af félaginu sem leikur í ensku C-deildinni.

Luton gerði um helgina jafntefli við Liverpool í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar og mætast liðin af þeim sökum á nýjan leik á heimavelli Liverpool í næstu viku. Það eru góðar fréttir fyrir Luton þar sem félagið fær rúmar 30 milljónir króna fyrir leikinn.

Kevin Blackwell, stjóri Luton, sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að úrslitin myndu duga til að einhver fjársterkur aðili kæmi að félaginu.

„Við höfum vonandi sannfært einhvern hugsanlega kaupanda um að við séum þess virði að fjárfesta í. "

En nú er útlit fyrir að félagið verði að selja alla sína bestu leikmenn til þess að geta greitt starfsmönnum sínum laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×