Enski boltinn

Burnley spilaði mjög vel

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir leik Burley-liðsins í dag hafa komið sér mikið á óvart og hrósaði andstæðingum sínum í hástert eftir 2-0 sigur Arsenal í dag.

"Þetta var miklu betri frammistaða en ég átti von á frá Burnley. Þeir spiluðu mjög, mjög vel og með fínum hraða. Eini munurinn á liðunum var í raun sá að við nýttum færin okkar snemma en þeir ekki. Við vorum í góðri stöðu eftir fyrra markið en náðum ekki að skora annað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir frammistöðuna, því þeir börðust ekki aðeins vel - heldur voru þeir tæknilega mjög flinkir," sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×