Innlent

Samfylkingin ályktar um boranir

Krafla
Krafla

Stjórn Samfylkingarinnar í S- Þingeyjarsýslu og sveitarfélaginu Norðurþingi sendi í dag frá sér ályktun þar sem þeim árangri sem náðst hefur við boranir á jarðvarmaorku við Kröflu,Þeistarereyki og Bjarnaflagi er fagnað. "Þessi orka sem nú þegar hefur náðst lofar góðu um áframhaldandi orkuöflun á þessum svæðum.," segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá segir einnig: "Stjórn Samfylkingarinnar í S- Þingeyjarsýslu og sveitarfélaginu Norðurþingi leggur áherslu og hvetur orkufyrirtækin til að bæta við og hraða borunum á þessum gjöfulum orkusvæðum þannig að næg orka verði fyrir hendi þegar ákvörðun verður tekin um stóriðju á Bakka við Húsavík."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×