Enski boltinn

Hálfleikur í enska bikarnum

Tottenham og Reading standa jöfn 1-1 í hálfleik, en Reading teflir fram varaliði sínu og eru Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn ekki í liðinu
Tottenham og Reading standa jöfn 1-1 í hálfleik, en Reading teflir fram varaliði sínu og eru Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn ekki í liðinu NordicPhotos/GettyImages

Hátt í þrjátíu leikir eru á dagskrá í enska bikarnum í dag og nú er kominn hálfleikur 23 þeirra. Eins og venja er í þessari skemmtilegu keppni er nokkuð um óvænt tíðindi.

Chasetown tapaði 3-1 fyrir Cardiff, Walsall og Millwall gerðu 0-0 jafntefli og þá vann Wolves góðan 2-1 sigur á Cambridge. Þessir þrír leikir eru þeir einu sem lokið er í dag.

Staðan í helstu leikjunum 23 sem standa yfir:

Blackburn er að tapa 1-0 fyrir Coventry á heimavelli líkt og Bolton heima gegn Sheffield United. Staðan er 1-1 hjá Bristol City og Middlesbrough eins og í leik Charlton og West Brom.

Chelsea er að vinna QPR 1-0 með óheppilegu sjálfsmarki markvarðar gestanna. Ekkert mark er komið í leik Everton og Oldham og staðan er 1-1 í hálfleik hjá Huddersfield og Birmingham.

Sunderland er 1-0 undir heima gegn Wigan og staðan hjá Tottenham og Reading er jöfn 1-1 þar sem Paul Robinson fékk á sig klaufalegt og umdeilt mark, en Dimitar Berbatov jafnaði fyrir Tottenham - þar sem rangstöðulykt þótti af markinu.

Þá er jafnt í hálfleik hjá West Ham og Manchester City 0-0 og sama staða er í leik Everton og Oldham eftir hálftíma leik. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Aston Villa og Manchester United sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 17:15..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×