Innlent

Nýr skólameistari við FSu

MYND/Egill Bjarnason

Menntamálaráðherra hefur skipað Örlyg Karlsson í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands til fimm ára frá 1. febrúar 2008.

Örlygur hefur starfað við skólann frá árinu 1981, bæði sem kennari og aðstoðarskólameistari eftir því sem segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sex umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands til umsagnar.

Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra með því að Örlygi Karlssyni yrði veitt embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×