Innlent

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli jókst um átta prósent milli ára

MYND/Oddgeir Karlsson

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvöll á síðasta ári jókst um átta prósent frá árinu á undan samkvæmt samantekt flugmálastjórnar vallarins. Rúmlega tvær milljónir farþega fóru um völlinn árið 2006 en hátt í 2,2 milljónir á síðasta ári.

Vöruflutningar um völlinn voru 61.500 tonn sem er svipað og árið 2006. Þá jókst flugumferð í heild um 4,2 prósent milli áranna 2006 og 2007. Bent er á að viðkoma herflugvéla á Keflavíkurflugvelli hafi dregist saman um 36 prósent eftir að varnarliðið yfirgaf Miðnesheiði en almennt millilandaflug um völlinn jókst um rúm sjö prósent.

Ellefu flugfélög stunduðu farþegaflug á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári og þrjú vöruflutninga. Reikna má með að þeim fækki um eitt í mars þegar British Airways hættir að fljúga milli Keflavíkur og Lundúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×