Innlent

Búist við frekari olíuverðshækkunum

Búist er við að olíufélögin hækki bensín- og gasolíuverð eitt af öðru í kjölfar þess að N1-stöðvarnar hækkuðu verðið í gær.

Þar hækkaði bensínlítrinn um eina krónu og 50 aura og eru nú komið upp í röskar 134 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu og dísilolíulítrinn er kominn upp í tæpar 137 krónur lítrinn.

Olíuverð hefur farið hækkandi á heimsmarkaði upp á síðkastið og í gær náði það hundrað dollara markinu fyrir tunnuna í Bandaríkjunum, en hefur aðeins lækkað aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×